Allskonar og hinsegin perlur


21 Apr 2018 17:00
→ 21 Apr 2018 18:00
Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8 - Reykjavík
See on a map
Þá er komið að árlegum vortónleikum Hinsegin kórsins, þar sem litagleði og hamingja ráða ríkjum! Tónleikarnir eru fyrr á ferðinni í ár en oft áður enda er kórinn á leið til München í maí til að gleðja Þjóðverja og annað gott fólk á evrópska hinseginkóramótinu Various Voices, sem haldið verður þar í borg.

Á dagskránni eru því ýmsar popp-, rokk- og dægurlagaperlur sem við ætlum líka að flytja fyrir áheyrendur í München en tónleikagestir á Íslandi fá þó einnig að hlýða á nokkur lög sem ekki komast alla leið til Þýskalands og voru jafnvel talin óhentug fyrir erlendan markað (spennandi, ekki satt?).

Vortónleikarnir verða að þessu sinni haldnir í Guðríðarkirkju laugardaginn 21. apríl kl. 17 og eiga tónleikagestir von á einstakri tónlistarhátíð, að hætti skemmtilegasta kórs landsins!

Kórstjóri er Helga Margrét Marzellíusardóttir og píanóleikari Halldór Smárason.More LGBT events in Reykjavík